Áskrifendur streymiveitunnar Netflix verða brátt 100 milljón talsins. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs bætti Netflix við sig 7 milljón áskrifendum um allan heim og skutu sínum eigin spám ref fyrir rass. Nú eru í heildina 93,8 milljón áskrifendur af Netflix.

Gengi hlutabréfa Netflix tóku stökk í kjölfar birtingar árshlutareikningsins og hækkuðu um 8% og hafa aldrei verið hærri.
Eftir kjör Donald Trump lækkaði gengi hlutabréfa Netflix talsvert vegna óvissu um hvernig hann kæmi til með að taka á Silicon Valley tæknifyrirtækjunum. Helstu áhyggjur Netflix var að reglur sem kveða á um hlutleysi vefsins (e. net neutrality), þannig gætu hýsingaraðilar á borð við Comcast hægt niður internetþjónustu fyrirtækja sem þeim líkað illa við. Trump hefur umkringt sig af ráðgjöfum sem eru á móti hlutleysi vefsins, þó enn sé óvíst hvað forsetinn ákveði að gera.

Þrátt fyrir þetta virðast gengi hlutabréfa Netflix hafa tekið við sér upp á síðkastið, sér í lagi eftir birtingu ársfjórðungsuppgjörsins. Það virðist sem fjárfestar hafa trú á framtíð Netflix.