Einn af hverjum sex Íslendingum, eða 16,7%, er með aðgang að Netflix á heimili sínu samkvæmt könnun sem MMR framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið. Um 5,5% aðspurðra sögðust ekki vera með þjónustuna, en að þeir ætli sér að kaupa áskrift að Netflix á næstu sex mánuðum.

Í aldurshópnum 18-29 ára er fjórði hver með aðgang að Netflix á sínu heimili en hlutfallið minnkar eftir því sem aldur aðspurðra hækkar. Miðað við tölur Hagstofunnar um fjölda heimila má ætla að um 20.000 heimili séu með áskrift að Netflix hér á landi. Það er ekki langt frá fjölda áskrifenda sjónvarpsstöðvanna Skjáseins og Stöðvar 2.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .