New York Times hagnaðist um 15,7 milljónir dala, 1,8 milljarðar króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra var tapið 4,2 milljónir dala, tæpar 500 milljónir króna.

Útgáfufélagið, sem einnig Boston Globe, segir að velta félagsins hafi lækkað um 3,1%. Auglýsingatekjur drógust saman um 8,8% milli ára en áskriftartekjur jukust um 3,4%, aðallega vegna vefáskrifta The Times, sem voru 324.000 í lok ársfjórðungins.

Vef New York Times var í mars lokað fyrir aðra en áskrifendur og Boston Globe er frá því gær aðeins aðgengilegur áskrifendum.