Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dag að innstæður á Icesave-reikningum Landsbankans skuli teljast forgangskröfur í þrotabú Landsbankans. Mbl.is greinir frá.

Almennir kröfuhafar sóttu málið og gerðu kröfu um að innstæðurnar skyldu ekki teljast forgangskröfur. Í raun var tekist á um hvort neyðarlögin sem sett voru þegar bankakerfið féll saman héldu eða ekki. Ljóst þykir að málunum verður áfrýjað til Hæstaréttar, en þetta er annar sinn sem héraðsdómur kemst að þessari niðurstöðu.