Þó hægt hafi á hagvexti í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi hægði ekki jafnmikið á honum og greiningaraðilar höfðu spáð. Hagvöxtur jókst um 1,4% á ársgrundvelli en spáð hafði verið 1% aukningu. Reuters greinir frá þessu.

Einkaneysla var töluvert mikil á fjórðungnum og er það talið til marks um undirliggjandi styrk hagkerfisins. Áhyggjur manna af niðursveiflu hafa því minnkað en þó er alls ekki talið ólíklegt að stýrivextir verði aftur hækkaðir líkt og í desember. Þá hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti í fyrsta skiptið í áratug.

„Neytandinn er aftur kominn í bílstjórasætið, segir Chris Rupkey, hagfræðingur hjá MUFG Union Bank í New York, í samtali við Reuters. "Það eru engin merki um samdrátt í þeim tölum sem hafa verið birtar. Stjórnendur Seðlabankans geta leyft sér að brosa. Þetta sýnir að þeirra stefna er að skila árangri."