*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 25. febrúar 2016 15:35

Neytendur óánægðir með Abercrombie

Bandaríska ánægjuvogin setur fataframleiðandann Abercrombie & Fitch neðst í sínum bransa.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Samkvæmt mælingum frá bandarísku ánægjuvoginni (American Customer Satisfaction Index) er fatahönnunarfyrirtækið og framleiðandinn Abercrombie & Fitch neðstur á skalanum í fatabransanum. Aðeins einum vísitölupunkti ofar sat svo smásölurisinn Walmart.

Ánægjuvogin er mæld á þann veg að rúmlega 9 þúsund bandarískir neytendur eru látnir svara spurningum um reynslu sína við innkaup hjá stærstu smásöluverslunum þjóðarinnar. Fyrirtækjum er svo stillt upp á lista þar sem efst eru þau fyrirtæki sem neytendur eru hvað ánægðastir með, rétt eins og íslenska ánægjuvogin gerir.

Abercrombie & Fitch framleiðir tískuvörur fyrir ungt fólk og táninga, en fyrirtækið vakti athygli fyrir að hafa það að yfirlýstri stefnu að vilja einungis selja vörur til ‘fallegs fólks’.  Jafnframt talaði fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Mike Jeffries um að hann vildi ekki sjá óaðlaðandi fólk eða fólk í yfirþyngd klæðast fötum frá Abercrombie & Fitch.

Síðan þá hefur Jeffries sagt af sér sem framkvæmdastjóri - ekki vegna viðbragða við ummælunum fyrrnefndu heldur vegna þess hve illa fyrirtækið stóð sig ár eftir ár fjárhagslega séð. Þegar hann sagði af sér hækkaði gengi bréfa þess um 8% á einum degi.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim