Samkeppnishæfni. Ísland  fellur um fjögur sæti milli ára á lista IMD viðskiptaháskólands og situr í 24. sæti, sama sæti og árið 2015 en Ísland hefur þokast upp listann undanfarin fjögur ár. Viðskiptaráð Íslands tók niðustöðurnar saman og er Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs.

Skilvirkni atvinnulífsins batnar lítillega milli ára og situr Ísland nú í 22. sæti en innviðir standa í stað í 17. sæti.Í efnahagslegu tilliti fellur Ísland um 18 sæti niður í það 57. Minni hagvöxtur árið 2017  en 2016 og sterkt gengi krónunnar er sagt skýra þróunin að miklu leyti. Skilvirkni hins opinbera er einnig sögð minnka milli ára og fellur Ísland þar úr 8. sæti niður í 16. sæti. Þar hefur gengi gjaldmiðilsins einnig áhrif, auk meiri hættu á pólitískum óstöðugleika að mati háskólans. Skilvirkni atvinnulífsins batnar lítillega milli ára og situr Ísland nú í 22. sæti en innviðir standa í stað í 17. sæti.

Danmörk efst Norðurlanda

Bandaríkin njóta góðs af kröftugum hagvexti og taka stökkið upp í efsta sætið á kostnað Hong Kong sem er í 2. sæti. Sviss sem var í 2. sæti í fyrra fellur aftur á móti niður í það fimmta og Holland hækkar um eitt sæti upp í það fjórða. Ísland stendur Norðurlöndunum enn nokkuð að baki og eykst bilið milli ára. Danmörk er efst af Norðurlöndunum og hækkar um eitt sæti (6. sæti), Noregur er næst og hækkar um þrjú sæti (8. sæti) en Svíþjóð stendur í stað (9. sæti). Finnland fellur um eitt sæti niður í 16. Sæti og sem fyrr segir er Ísland neðst af Norðurlöndunum í 24. sæti.