*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 26. febrúar 2012 12:37

Niðurfelling lána myndi valda tjóni

Gylfi Zoega sagði á morgunfundi Íslenskra verðbréfa að inngrip í eignarrétt með niðurfellingu lána myndi valda miklu tjóni.

Ritstjórn
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sagði að valið á milli gegnumstreymiskerfis og uppsöfnunarsjóða geti haft áhrif á hagvöxt.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, flutti erindi undir heitinu „Samband hagvaxtar og ávöxtunar lífeyrissjóða“ á morgunfundi Íslenskra verðbréfa. Gylfi sagði hagvöxt skipta máli fyrir lífeyri í gegnumstreymiskerfi en áhrif hagvaxtar á ávöxtun uppsöfnunarsjóða séu ekki eins augljós.

Gylfi fjallaði einnig um helstu óvissuþættina í hagvaxtarhorfum og fjallaði hann meðal annars um óvissuna í stjórnmálum, t.d. hugsanleg inngrip í eignarétt með niðurfellingu verðtryggðra lána sem myndu valda lífeyrissjóðum miklu tjóni. Hann sagði inngrip í eignarétt gætu haft langtímaáhrif á sparnaðarhneigð og viðskipti á fjármálamarkaði.

Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, flutti erindi undir heitinu „Áhrif ávöxtunarviðmiðs lífeyrissjóða á íslenska fjármálakerfið“. Gylfi sagði 3,5% viðmiðið ekki vera fráleitt fyrir lífeyrissjóði. Meðalávöxtun þeirra frá hruni sé rétt um eða yfir þessu marki. Hann sagði að miðað við 3% raunávöxtun skuldabréfa og 5% raunávöxtun hlutabréfa að jafnaði væri hægt að ná þessu með eignasafni sem væri 70% skuldabréf og 30% hlutabréf.