*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 29. desember 2015 12:16

Niðurgreiða húshitun þar sem ekki er hitaveita

Frá og með 1. apríl munu niðurgreiðslurnar greiða að fullu fyrir dreifingu raforku sem notuð er til húshitunar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Frá áramótum mun kostnaður við flutning og dreifingu á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis hjá þeim sem búa á svæðum þar sem ekki er hitaveita lækka verulega og verða niðurgreiddur að fullu frá og með 1. apríl 2016. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Þar segir að þetta sé í samræmi við breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra beitti sér fyrir og samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor. 

Frá áramótum munu niðurgreiðslur á kostnaði við flutning og dreifingu raforku nema um 90% og frá og með 1. apríl munu niðurgreiðslurnar greiða að fullu fyrir dreifingu raforku sem notuð er til húshitunar. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim