*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 5. apríl 2018 10:38

Niðurgreiðslan verður umfram heimildir

Sprenging er í eftirspurn eftir sjúkraþjálfun í landinu eftir að nýtt greiðsluþátttökukerfi tók gildi í byrjun síðasta sumar.

Ritstjórn
Mikil eftirspurn hefur verið eftir sjúkraþjálfun síðan nýtt greiðsluþátttökukerfi tók gildi 1. maí síðastliðinn.
Aðsend mynd

Unnur Pétursdóttir formaður Félags sjúkraþjálfara segir félagið veita einkareknum stofum og stofnunum leiðbeiningar um hvernig hægt sé að anna aukinni eftirspurn eftir sjúkraþjálfun með því að fá erlenda sjúkraþjálfara til landsins. Að því er Morgunblaðið greinir frá er ástæðan fyrir aukinni eftirspurn vera nýtt greiðsluþátttökukerfi sem tók gildi 1. maí síðastliðinn.

„Það hefur ekki verið []hlaupið að því að fá góða erlenda sjúkraþjálfara,“ segir Unnur þó og bendir á að tungumálaerfiðleikar geti komið niður á meðferðinni. „Það eru ekki til nægilega margir sjúkraþjálfarar á landinu, bæði stofur og stofnanir eru byrjaðar að leita fanga erlendis. Vandamálið er m.a. á Landspítalanum.“

Aukningin kom öllum á óvart

Unnur segir sjúkraþjálfara vera ánægða með nýja kerfið en jafnframt er ljóst að niðurgreiðsla Sjúkratrygginga fyrir sjúkraþjálfun á þessu ári verði dýrari en heimildir eru fyrir.

„Þó svo að við værum búin að segja að það yrði aukning þá áttuðu þau sig heldur ekki á því hvað hún væri mikil og reiknuðu ekki fjárframlög í samræmi við það,“ segir Unnur en um tíma leit út fyrir að Sjúkratryggingar myndu segja upp samningum við sjúkraþjálfarana vegna hins aukna kostnaðar.

„Við vorum búin að segja við velferðarráðuneytið og sér í lagi Sjúkratryggingar Íslands að þetta myndi auka aðsóknina. Við vorum búin að taka eftir því að fólk var farið að veigra sér við því að sækja þjónustu okkar sökum kostnaðar. Þannig að við vissum að þetta myndi aukast allhressilega. En ég verð að viðurkenna að ég held að það hafi komið okkur öllum á óvart hversu mikil aukning þetta var.“

Segir Unnur að með kerfinu hafi tekjumöguleikar sjúkraþjálfara aukist á einkareknum stofum og því bitni aukin aðsókn mest á stofnunum. Þannig hafi tíu sjúkraþjálfarar sagt upp á Landspítalanum í síðasta mánuði.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim