*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 9. október 2018 18:03

Nikki Haley segir upp störfum

Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu Þjóðunum, hefur sagt upp störfum.

Ritstjórn
Hin 46 ára Nikki Haley er fyrrum fylkisstjóri Suður Karólínufylkis.
epa

Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu Þjóðunum, hefur sagt af sér. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir hana hafa staðið sig ótrúlega vel, en hún mun hætta störfum í lok árs.

Haley sagðist ekki hafa ákveðið hvað hún geri næst, og þvertók fyrir orðróm um að hún hygðist bjóða sig fram til forseta í næstu forsetakosningum, sem fram fara árið 2020.

Trump sagðist vona að Haley snéri aftur til starfa fyrir ríkisstjórnina einn daginn. „Kannski á öðrum vettvangi, þú mátt velja þér starf,“ er haft eftir honum. Hún er sögð hafa þakkað honum fyrir og sagt starfið hafa verið mikinn heiður.

Stikkorð: Nikki Haley