*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 15. september 2016 11:33

Nilfisk á Íslandi yfir til Olís

Fyrirtækjasvið Olís hefur tekið við umboði fyrir Nilfisk á Íslandi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fyrirtækjasvið Olís hefur tekið við umboði fyrir Nilfisk á Íslandi sem áður var hjá Fönix. Olís kaupir vörubirgðir Fönix og þaðan koma einnig tveir starfsmenn með mikla reynslu og þekkingu á þeim vörum og kerfum sem Nilfisk býður upp á fyrir heimili og fyrirtæki.

,,Nilfisk er danskt vörumerki sem margir þekkja þar sem hinar vönduðu Nilfisk ryksugur hafa þjónað íslenskum heimilum í yfir 70 ár. Heimilisryksugurnar, ryksugupokar og aðrir aukahlutir fast nú í verslun Rekstrarlands, Vatnagörðum 10, og hjá útibúum Olís um allt land. Auk tækja fyrir heimilin bjóðum við upp á háþrýstidælur, atvinnuryksugur og ýmis tæki til iðnaðarnota þar á meðal gólfþvottavélar og há-/lágþrýstidælur fyrir matvælaiðnað,” segir E. Börkur Edvardsson, forstöðumaður sölu á fyrirtækjasviði Olís.