Dr. Nils Karlson, forstöðumaður Ratio-stofnunarinnar í Stokkhólmi, hélt erindi á mánudaginn sl. um breytta stefnu efnahagsmála í Svíðþjóð. Fyrirlesturinn var á vegum Rannsóknaseturs um nýsköpun og hagvöxt. Karlson ræddi um þann árangur sem hefur náðst í efnahagsmálum í Svíþjóð með frjálsari stjórn efnahagsmála. Hann sagði margt enn eiga eftir að laga eins og t.d. atvinnuleysið sem er of hátt.

Karlson sagði einnig að skattar þyrftu að lækka enn frekar þó þeir hafi lækkað mikið. Nils Karlson lauk B.A. prófi í hagfræði og stjórnmálafræði árið 1984 frá Uppsalaháskóla og doktorsprófi í stjórnmálafræði árið 1993.

Nils Karlson fyrirlestur í Öskju
Nils Karlson fyrirlestur í Öskju
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Nils Karlson fyrirlestur í Öskju
Nils Karlson fyrirlestur í Öskju
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Nils Karlson fyrirlestur í Öskju
Nils Karlson fyrirlestur í Öskju
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Nils Karlson fyrirlestur í Öskju
Nils Karlson fyrirlestur í Öskju
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)