Níu íslensk fyrirtæki í sælgætis-, lyfja- og mjólkuriðnaði hafa fjárfest í UR5 róbótanum frá Universal Robots. Fyrirtækið hefur nú hafið markaðssetningu á Íslandi á nýjum róbóta sem kallast UR10 sem er í senn bæði stærri og sterkari en fyrirrennari hans UR5. Vinnurými nýja róbótans er 130 sentimetrar og hann getur lyft allt að 10 kg. „Þessi nýi og sterki róbóti fyllir ákveðið tómarúm á markaðinum en hann á það sameiginlegt með UR5 að ekki er þörf á að skerma UR10 af á vinnustaðnum og því tekur hann lítið pláss í vinnslulínunni,” segir Thomas Visti aðstoðarforstjóri Universal Robots.

Nýi róbótinn, UR10, opnar fyrirtækjum sem vilja auka sjálfvirkni í starfseminni ný tækifæri, því með honum er nú einnig hægt að innleiða sjálfvirkni við verkefni sem fela í sér samsetningu eða tilflutning stærri og þyngri framleiðslueininga en áður. „Bæði UR5 og UR10 henta smáum og meðalstórum fyrirtækjum í íslenskum iðnaði sem vilja nýta róbóta til að auka afköst og skilvirkni í framleiðslunni,” segir Thomas Visti.