laugardagur, 6. febrúar 2016
Erlent 28. júní 2012 10:55

Níu milljarðar gufa upp úr bókum JP Morgan

Bankastjóri JP Morgan Chase er sagður hafa vanmetið tapið af viðskiptum með lánaafleiður. Gengi bankans er á niðurleið.

Ritstjórn
Jamie Dimon

Gengi hlutabréfa bandaríska bankans JP Morgan Chase hafa fallið um rúm 5% í utanþingsviðskiptum á bandarískum hlutabréfamarkaði. Ástæðan er sú að bandaríska stórblaðið The New York Times sagði útlit fyrir að bankinn muni tapa allt að 9 milljörðum dala, jafnvirði rúmra þúsund milljarða íslenskra króna, vegna viðskipta með lánaafleiður (e. credit derivaties) í útibúi bankans í London í Bretlandi.

Þetta er langtum hærri upphæð en bankastjórinn Jamie Dimon, sagði líkur á að bankinn myndi tapa vegna viðskiptanna. Þegar hann fór yfir málið fyrir að verða tveimur mánuðum síðan sagði hann tæpir líklega verða um 2 milljarðar dala. 

Í New York Times er bent á að Dimon hafi á sínum tíma sagt tapið geta orðið á næstu ársfjórðungum. Ljóst þyki hins vegar að þessir ársfjórðungar hafi verið fljótari að líða en bankastjórinn gerði ráð fyrir. 

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.