Fimmtudagur, 26. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Níu milljarðar gufa upp úr bókum JP Morgan

28. júní 2012 kl. 10:55

Jamie Dimon

Bankastjóri JP Morgan Chase er sagður hafa vanmetið tapið af viðskiptum með lánaafleiður. Gengi bankans er á niðurleið.

Gengi hlutabréfa bandaríska bankans JP Morgan Chase hafa fallið um rúm 5% í utanþingsviðskiptum á bandarískum hlutabréfamarkaði. Ástæðan er sú að bandaríska stórblaðið The New York Times sagði útlit fyrir að bankinn muni tapa allt að 9 milljörðum dala, jafnvirði rúmra þúsund milljarða íslenskra króna, vegna viðskipta með lánaafleiður (e. credit derivaties) í útibúi bankans í London í Bretlandi.

Þetta er langtum hærri upphæð en bankastjórinn Jamie Dimon, sagði líkur á að bankinn myndi tapa vegna viðskiptanna. Þegar hann fór yfir málið fyrir að verða tveimur mánuðum síðan sagði hann tæpir líklega verða um 2 milljarðar dala. 

Í New York Times er bent á að Dimon hafi á sínum tíma sagt tapið geta orðið á næstu ársfjórðungum. Ljóst þyki hins vegar að þessir ársfjórðungar hafi verið fljótari að líða en bankastjórinn gerði ráð fyrir. Allt
Innlent
Erlent
Fólk