*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 14. september 2017 16:20

Níu sagt upp hjá Virðingu

Uppsagnirnar koma í tengslum við kaup Kviku á Virðingu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Níu manns var í dag sagt upp störfum hjá fjármálafyrirtækinu Virðingu. Uppsagnirnar koma í tengslum við kaup Kviku á Virðingu.

„Þetta er fækkun í öllum sviðum félagsins. Þetta er hluti af og undanfari af þessari sameiningu sem er yfirvofandi,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, í samtali við Viðskiptablaðið. Hannes segir að kaupin sjálf gangi líklega í gegn í næstu viku, og þá verður Virðing dótturfélag Kviku. Samruninn sjálfur verður þó að öllum líkindum ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar. „Starfsemin mun færast hægt yfir á næstu tveimur mánuðum,“ bætir Hannes við. 

„Starfsmannabreytingar eru því miður óumflýjanlegar í tengslum við samruna félaganna. Mér þykir leitt að kveðja öflugt og reynslumikið fólk sem hefur unnið fyrir Virðingu af eljusemi á undanförnum árum og vil ég þakka þeim fyrir vel unnin störf hjá félaginu,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar í tilkynningu.

Þá sagði Kvika upp átta manns fyrir skömmu í tengslum við kaupin.

Stikkorð: virðing kvika hannes frímann
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim