Menningar- og íþróttanefnd breska þeingsins hefur birt upplýsingar sem nefndinni bárust um það hvernig staðið var að valinu á hvar HM í knattspyrnu skyldi haldið árin 2018 og 2022.

Þar er haft eftir hátt settum mönnum, sem unnu fyrir enska knattspyrnusambandið, að ítarlegar skýrslur hafi verið unnar upp úr upplýsingum frá fyrirtækjum og breskum sendiráðum um aðrar þjóðir.

Engin skýr sönnunargögn um þessar njósnir er hins vegar að finna í skýrslunni, að því er segir í frétt BBC.

Þar er aftur á móti að finna ítarlegar lýsingar á því hvernig atkvæði virðast hafa gengið kaupum og sölum áður en Rússland var valið sem gestgjafinn á HM 2018 og Katar árið 2022. Á Michel Platini, forseti UEFA, að hafa fengið Picasso málverk frá Rússum gegn því að hann greiddi þeim atkvæði sitt. Þá á Katar að hafa gert atkvæðagreiðslu sér í vil að skilyrði í tvíhliða viðskiptasamningum.