Í dag er Nóbelskólinn haldinn í fimmta sinn. Um er að ræða kennsluskóla þar sem kennslustjórar Nóbel námsbúða fá starfsþjálfun frá ýmsum fagaðilum.

Nóbel námsbúðir er sífellt stækkandi sprotafyrirtæki sem býður upp á undirbúningsnámskeið fyrir próf, sniðin að framhalds- og háskólanemendum. Fyrirtækið hóf starfsemi fyrir fjórum árum og hafa um 3000 nemendur úr 300 ólíkum námskeiðum nýtt sér kennsluna til þessa. Stofnandi fyrirtækisins er Atli Bjarnason.

Dagskráin í dag hefur verið þétt, en sérfræðingar frá Dale Carnegie, FranklinCovey og JCI hafa aðstoðað verðandi kennslustjóra námsbúðanna, þ.e. umsjónarmenn námskeiða, við framkomu, ræðutækni, tímastjórnun og fleira sem snýr að kennslu.