Forsvarsmenn farsímafyrirtækisins Nokia hafa staðfest að fyrirtækið muni snúa aftur á markaðinn og er að leita að samstarfsaðila til að þróa hugbúnað fyrir síma sem kæmi á markað í lok næsta árs.

Nokia seldi símahluta fyrirtækisins til Microsoft í apríl á síðasta ári eftir dræma sölu og eru núna Lumia vörur þess seldar undir merki Microsoft.

Fyrirtækið sendi frá sér spjaldtölvu í nóvember 2014 sem nefndist Noka N1 og notaði tækni og hönnun Nokia en Foxconn sá um framleiðslu og dreifingu hennar. Nú hefur fyrirtækið ákveðið að það vilji selja síma aftur undir svipuðum samningi. Það er því í leit að samstarfsaðila sem muni sjá um framleiðslu, sölu, markaðsetningu og sjá um þjónustuver.

Fyrirtækið mun ekki koma nýja símanum á markað fyrr en á fjórða ársfjórðungi á næsta ári vegna samnings við Microsoft um notkun á Nokia vörumerkinu.