*

mánudagur, 23. október 2017
Erlent 16. júlí 2012 10:24

BankNordik greiðir inn á lán

Stjórnendur BankNordik leita eftir því að greiða 150 milljónir af 420 milljóna skuldabréfaláni til tíu ára.

Ritstjórn
Janus Petersen, bankastjóri BankNordik

Stjórnendur færeyska bankans BankNordik vinna nú að því að greiða inn á lán sem bankinn tók fyrir rétt rúmu ári. Biðlað hefur verið til eigenda skuldabréfa sem bankinn gaf út. Þeir vilja greiða 150 milljónir danskra króna, jafnvirði tæpra 3,2 milljarða króna, inn á bréfið sem er til tíu ára og hljóðar upp á 420 milljónir danskra króna. 

Stjórnendur bankans hafa fengið græna ljósið hjá danska fjármálaeftirlitinu fyrir innágreiðslunni.

Fram kemur í tilkynningu frá BankNordik að gangi greiðslan í gegn þá muni hún ekki hafa afgerandi áhrif á eiginfjárhlutfall bankans. Það var 15,6% í lok júní en gæti farið niður í 14,4% eftir viðskiptin. 

Gengi hlutabréfa BankNordik hefur hvorki hreyfst í Kauphöllinni hér né á markaði í Kaupmannahöfn eftir að tilkynningin var send út.