Á sama tíma og mörg önnur erlend flugfélög hafa stóraukið flug sitt til og frá Íslandi, þá hefur Norwegian flugfélagið sem hóf flug hingað til lands fyrir fimm árum, litlu breytt í sínu flugi hingað til lands.

Sjá tækifæri á Íslandi

Hins vegar sagði forstjóri félagsins í viðtali við vef Túrista að hann sæi tækifæri í auknum umsvifum hér á landi, sem ekki hafa orðið úr, jafnvel þó stjórnendur Norwegian hafi í millitíðinni sótt um og fengið lendingarleyfi fyrir flug hingað frá Kaupmannahöfn og London.

Nú stefnir þó í að frá og með byrjun Nóvember mun félagið fljúga til Íslands frá London, Barcelona og Madrid, sem þýðir að flugfélagið verður það fimmta til að fljúga milli Íslands og Londona, sem og hið fyrsta til að fljúga til Madríd.

Madrídarflug kemur mörgum á óvart

Vefur túrista segir þessa ákvörðun koma mörgum á óvart, en í viðtali við Astrid Gaustad Mannion talskonu Norwegian, segir hún að þó vissulega séu vetrarmánuðirnir ekki háaannatími í ferðaþjónustu, sé það trú stjórnenda fyrirtækisins að þessi viðbót fái góðar undirtektir meðal Spánverja, Breta og ekki síst Íslendinga.

„Við verðum að sjá hverjar viðtökurnar verða áður en við tökum ákvörðun varðandi næsta sumar,” segir Astrid svo um framhaldið.