*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 18. nóvember 2016 14:27

Norðmenn hverfa frá rammaáætlun

Norðmenn hafa ákveðið að hverfa frá rammaáætlun um virkjanir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Norðmenn hverfa frá rammaáætlun um virkjanir. Þetta kemur fram í frétt á vef Orkustofnunar. Orkustofnun vísar í tilkynningu á vef Norges vassdrags- og energidirektorat (NVE), þar sem fram kemur að norska Stórþingið (Stortinget), hefur tekið þá ákvörðun um að hverfa frá rammaáætlun um virkjanir (avvikle).

„Norska rammaáætlunin hefur verið fyrirmynd fyrir rammaáætlun un virkjanir og framkvæmd hennar á Íslandi. Fróðlegt er að skoða hverjar séu helstu ástæður þessara breytinga og hvernig breyttar vinnuaðferðir, mat og framkvæmd verði á þessu sviði í framtíðinni í Noregi,“ segir í frétt Orkustofnunar.

„Afnám rammaáætlunar verður að skoðast í samhengi við það að almenn þekking um umhverfismál í tengslum við vatnsföllin hefur orðið betri síðan áætluninni var komið á fót, meðal annars í gegnum vinnu með svæðisbundnar vatnaáætlanir í samræmi við vatnatilskipun Evrópu,“ segir í fréttatilkynningu NVE.

Stikkorð: Noregur virkjanir Rammáætlun
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim