Norðurál Grundartangi ehf. hagnaðist mest allra orku- og álfyrirtækjanna á Íslandi árið 2014, eða um 10,5 milljarða. Reyndar var aðeins eitt fyrirtæki á Íslandi sem hagnaðist meira það ár. Það var Samherji sem hagnaðist um 11,2 milljarða króna.

Landsvirkjun skilaði næstmestum hagnaði félaganna sex, eða rétt tæpum 10 milljörðum króna. Í þriðja sæti kemur Orkuveitan með 8,8 milljarða. Alcoa skilar næstbestu afkomu álfélaganna, eða 6,7 milljörðum.

Ítarleg úttekt er á helstu kennitölum í ársreikningum álfélaganna þriggja og stóru orkufyrirtækjanna þriggja sem selja þeim raforku. Þegar litið er til arðsemi eigin fjár er Norðurál í algjörum sérflokki.

Í úttektinni er einnig greint frá því að vextir innan samstæðu eru mismunandi innan samstæðu. Vextir sem Álver Alcoa á Reyðarfirði greiðir til móðurfélags síns er 0,84%. Vextir Norðuráls Grundartangi við móðurfélag sitt eru hins vegar 7,85% og 10%. Við þetta verða gjaldfærðir vextir mun hærri hjá Norðuráli og því nauðsynlegt að hafa í huga við samanburð á félögunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .