Á lista Bloomberg fréttastofunnar yfir þau lönd sem standa vel af vígi hvað nýsköpun varðar eru Norðurlöndin ofarlega. Svíþjóð er í öðru sæti listans og Finnar hreppa fimmta sæti listans. Ísland er í 25. sæti listans og bætir sig um 3 sæti milli ára. Ísland kemur sér í lagi illa út hvað framleiðni og sérhæfingu í rannsóknum.

Listinn ber nafnið Bloomberg Innovation Index , eða nýsköpunarlisti Bloomberg, og er gefinn út á þessu ári. Hann styðst við mælikvarða á borð við stuðning ríkisins við nýsköpun og fjölda tæknisprota ásamt öðru.

Suður Kóreumenn eru í langefsta sæti listans. Svíar sem koma þar á eftir hafa bætt sig talsvert á síðastliðnum árum, þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi ekki gert mikið til að bæta stuðning við fyrirtæki. Noregur er í 14. sæti listans líkt og árið áður.

Rússar koma illa út

Bloomberg segir landið hafi tapað hvað mestri fótfestu á listanum umrædda séu Rússar, en þeir falla niður um 14 sæti og lenda nú í 26. sæti listans. Meðal þess sem spilar inn í eru viðskiptaþvinganir Vesturlanda sem eru við lýði og hærri orkuverð.

Japanir færast niður úr fjórða sæti niður í það sjöunda. Bandaríkjamenn detta niður um eitt sæti og eru nú í níunda sæti listans. Hér má sjá efstu 25. sæti listans, en allan listann er hægt að kynna sér í frétt Bloomberg um málið :

1. S. Kórea
2. Svíþjóð
3. Þýskaland
4. Sviss
5. Finnland
6. Singapúr
7. Japan
8. Danmörk
9. Bandaríkin
10. Ísrael
11. Frakkland
12. Austurríki
13. Belgía
14. Noregur
15. Holland
16. Írland
17. Bretland
18. Austurríki
19. Nýja Sjáland
20. Kanada
21. Kína
22. Pólland
23. Malasía
24. Ítalía
25. Ísland