*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 16. nóvember 2017 11:01

Norðurlöndin vilja íslenska vexti

Már Guðmundsson segir að vaxtastig á Íslandi sé eftirsóknarvert meðal seðlabankastjóra á Norðurlöndum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Seðlabankastjórar á Norðurlöndunum krjúpa á kné og biðja til guðs um aðstæður sem geti gert þeim kleift að vera með íslenska vexti. Þetta sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á peningamálafundi Viðskiptaráðs í umræðu um hátt vaxtastig á Íslandi en hann uppskar mikinn hlátur fundargesta með orðum sínum.  

Ummæli Más voru í framhaldi af spurningu Katrínar Olgu Jóhannesdóttur um hvort það væri ekki tækifæri á frekari lækkun vaxta hjá Seðlabankanum. Vildi Már meina að vextir á Vesturlöndum væru alla jafna óvenjulega lágir sem gæti skapað bjagaða hvata sem hann heyrði á samtölum sínum við seðlabankastjóra á Norðurlöndum að yllu áhyggjum.

Már sagði einnig á fundinum að peningastefnan hefði skilað árangri og framleiðsluspenna hefði náð hámarki. Að grunnspá Seðlabankans gerði ráð fyrir því að verðbólga gæti hækkað á næsta árinu en yrði innan vikmarka og jafnvel alveg við verðbólgumarkmið.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim