Norska ríkisstjórnin kynnti í morgun fjárlagafrumvarp sitt. Þar er gert ráð fyrir því að nota 194 milljarða norskra króna, eða rúmlega 2970 milljarðar íslenskra króna, til að styrkja við efnahaginn. Peningarnir eiga að koma bæði frá tekjum vegna olíuvinnslu en einnig er áætlað að taka úr olíusjóðnum. Efnahagur Noregs hefur átt undir högg að sækja undanfarið vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu.

Ákvörðunin kom ekki á óvart en áður var búið að tilkynna að Noregur myndi nota enn meira úr olíusjóðnum til að dempa áhrif olíuverðlækkana á norskan efnahag.

Siv Jen­sen, fjár­málaráðherra Noregs kynnti fjárlögin fyrir Norska þinginu nú í morgun en þar kemur fram að upphæðin sé um það bil 2,8% af heildarverðmæti sjóðsins.

Ríkisstjórnin kynnti einnig að hún myndi lækka skatt á fyrirtæki í 25% fyrir næsta ár, og aftur í 22% fyrir 2018. Einnig var tilkynnt að skattar á einstaklinga mundu lækka til samræmis.