*

mánudagur, 25. mars 2019
Erlent 21. desember 2016 14:30

Norski olíusjóðurinn breytir um stefnu

Norski olíusjóðurinn hefur bætt fyrirtækjum á svartalistann sinn, en umhverfisvitund fjárfesta hefur verið að aukast.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Viðskiptablaðið greindi fyrr í mánuðinum frá umfangsmiklum stefnubreytingum sem sjóðir víðs vegar um heiminn hafa verið taka. Einn þessara sjóða er Norski olíusjóðurinn, sem ætlar sér að auka samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.

Sjóðurinn hefur nú sett fimmtán fyrirtæki á svartan lista og mun því ekki fjárfesta í fyrirtækjum á listanum. Öll fyrirtækin sem fóru á svartalistann í ár, starfa í kolaiðnaði og eru flest þeirra starfandi í Bandaríkjunum og Asíu.

Seðlabanki Noregs greindi frá þessu, en 52 fyrirtæki voru sett á bannlista í apríl og er líklegt að hann stækki frekar á næstunni. Ellefu fyrirtæki eru komin á athugunarlista.