Stjórnendur norska olíusjóðsins eru sagðir hafa áform um að tvöfalda fjölda sérfræðinga sem vinnur hjá eignastýringu sjóðsins. Þetta ku liður í því að sjóðurinn nái betri árangri en helstu hlutabréfasjóðir heimsins.

Norski olíusjóðurinn er einhver umsvifamesti sjóður heims með eignir upp á jafnvirði 840 milljarða dala, um 95 þúsund milljarða íslenskra króna. Hlutabréfaeign sjóðsins nemur 540 milljörðum dala. Breska dagblaðið The Financial Times segir í umfjöllun sinni um sjóðinn í dag hann það stóran og teygi hann anga sína svo víða að hann eigi að meðaltali sem nemur 1,25% hlutabréfa í öllum skráðum félögum í heimi.

Petter Johnsen, aðalframkvæmdastjóri eignastýringar hjá norska olíusjóðnum, segir í samtali við blaðið að sjóðurinn sé að ráða fólk um þessar mundir. Á eignastýringarsviði norska olíusjóðsins vinna 85-90 manns. Þeim er skipt upp í fjögur svið.