*

föstudagur, 22. september 2017
Erlent 9. mars 2011 11:34

Northern Rock skilar tapi

Tap hins þjóðnýtta banka nam yfir 200 milljónum punda á síðasta ári. Bónusgreiðslur til starfsmanna nema 13 milljónum punda.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hinn þjóðnýtti banki Northern Rock í Bretlandi skilaði 232,4 milljóna punda tapi á síðasta ári. Það jafngildir um 44 milljörðum króna. Bankinn birti uppgjör sitt í dag.

Í frétt BBC er haft eftir forsvarsmönnum bankans að hann sé á réttri leið, tekjur hafi aukist og kostnaður dregist saman á seinni hluta ársins. Ron Sandler, stjórnarformaður Northern Rock, sagði ennfremur að viðræður um að einkavæða bankann að nýju standa yfir.

Þrátt fyrir hundruð milljóna punda tap greiðir bankinn bónusgreiðslur til starfsmanna. Þær nema 13,1 milljón punda fyrir síðasta ár síðasta ár, eða um 2,5 milljörðum króna.

 

Stikkorð: Northern Rock