*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Erlent 7. október 2015 12:56

Norwegian Air ætlar að bjóða ódýr flug yfir Atlantshafið

Norwegian Air áætlar að fljúga frá Evrópu til Bandaríkjanna fyrir tæpar níu þúsund krónur.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Norwegian Air ætlar bjóða upp á flug á milli Evrópu og Bandaríkjanna fyrir allt að 69 dali, eða tæpar níu þúsund krónur. Framkvæmdastjóri félagsins, Bjørn Kjos tilkynnti þetta í viðtali í gær. BBC greinir frá.

Norwegian Air ætlar að ná þessu fram með að fljúga til minni flugvalla sem hafa til þessa haft fá, eða engin alþjóðleg flug en Bjørn segist vona að flugin geti hafist á árinu 2017. Björn segir að meðalverð á miða verði um það bil 300 dalir og muni fara alveg niður í 69 dali, en hann segir að meðalkostnaður nú sé um það bil 500 dalir.

Þess má geta að íslenska flugfélagið WOW air hefur þegar tilkynnt að það muni hefja áætlunarflug frá Evrópu til Bandaríkjanna fyrir 99 dali.