Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian Air hyggst selja nýjar Airbus flugvélar til viðbótar við notaðar Boeing 737 flugvélar til að létta á skuldum félagsins. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters .

Flugfélagið hefur skuldbundið sig til þess að verða kaupa 210 nýjar flugvélar frá Boeing og Airbus fram til ársins 2020.

Fjármálastjóri fyrirtækisins Geir Karlsen lét hafa eftir sér á fjárfestakynningu sem haldin var í dag að það yrði ekki vandamál að selja vélarnar heldur frekar að fá það verð sem fyrirtækið sækist eftir fyrir þær.

„Ef allt gengur eftir munum við hafa selt vélarnar fyrir árslok þessa árs,“ sagði Karlsen í samtali við Reuters.