Flugmenn á vegum norska flugfélagsins Norwegian fara ekki í verkfall. Áformað hafði verið að verkfall þeirra myndi hefjast í dag.

Í tilkynningu sem danski viðskiptavefurinn epn.dk birtir kemur fram að samkomulag milli flugfélagsins og flugmanna hafi náðst á tíunda tímanum, að norskum tíma, í morgun. Þá höfðu fulltrúar þeirra setið á samningafundum, nær sleitulaust, frá því á föstudag.

Deila Norwegian við flugmennina snerist um það að flugfélagið hugðist færa flugmenn úr hópi fastra starfsmanna og semja við þá sem verktaka. Flugmennirnir eru ósáttir við þessar breytingar vilja halda fyrri kjörum.