Nýtt forrit Facebook, Notify, mun sjá til þess að koma öllum fréttunum sem þú vilt lesa á sama staðinn í símanum þínum.

Er forritið þá hugsað til beinnar samkeppni við nýtt forrit Apple sem heitir því einfalda og beinskeytta nafni Apple News. Fréttaveitumiðstöð Apple er nú opin breskum Apple notendendum.

Búist er við að Facebook gefi út forritlinginn sinn á allra næstu dögum, en sögusagnir um að Facebook hefði haft eitthvað slíkt á prjónunum hafa flotið manna á milli í allt sumar.

Samfélagsmiðlajötunninn hefur nú þegar samið við stórmiðla á borð við Financial Times, BBC og New York Times.