*

sunnudagur, 24. febrúar 2019
Innlent 11. febrúar 2010 08:29

Nærri 13 milljarða tap hjá Húsasmiðjunni

Ritstjórn

Í nýbirtum ársreikningi Húsasmiðjunnar fyrir árið 2008 nam tap af rekstri félagsins 12.717 milljónum króna en árið 2007 var 968.829 milljóna króna hagnaður af félaginu.

Sem kunnugt er yfirtók Vestia, dótturfélag Landsbankinn NBI, félagið á síðasta ári.

Eigið fé Húsasmiðjunnar í árslok 2008 var neikvætt um 8.789 milljónir króna. Vegna erfiðra aðstæðna í rekstrarumhverfi félagsins var bókfærð viðskiptavild að upphæð 6.191 milljónir króna gjaldfærð að fullu. Þá voru langtímaskuldir samkvæmt efnahagsreikningi upp á tæpa 13,4 milljarða króna og að langmestu leyti í erlendum gjaldmiðlum og skammtímaskuldir upp á 3,4 milljarða.

Félagið rak 19 verslanir víða um land á árinu 2008 auk þess að eiga og reka Ískraft, Blómaval og H.G. Guðjónsson.

Í árslok 2008 voru þrír hluthafar í félaginu, þ.e. Hagar hf. með 45% hlut, Saxsteinn ehf. með 36,7% og SPV fjárfesting hf. (Byr) með 18,3%.