*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 28. október 2018 10:02

Núðlustöðin hagnast mun minna

Fjórir veitingastaðir undir formerkjum Noodle Station högnuðust um 3 milljónir á síðasta ári sem er lækkun úr yfir 21 milljón.

Ritstjórn
Frá veitingastaðnum Noodle Station á Stjörnutorgi í Kringlunni, en félagið er einnig með staði við Hlemm, í Hafnarfirði og Selfossi.

Hagnaður Noodle Station ehf., sem rekur samnefnda núðlustaði á fjórum stöðum, á Laugavegi við Hlemm, Bæjarhrauni í Hafnarfirði, Kringlunni og loks Selfossi, dróst mikið saman á síðasta ári.

Fór hann úr því að vera 21,4 milljónir króna árið 2016 í rétt tæplega 2,9 milljónir í fyrra. Salan dróst saman um 16 milljónir á milli ára og nam 155,8 milljónum í fyrra en rekstrargjöld félagsins jukust um 7,1 milljón og námu tæplega 151,9 milljónum í fyrra.

Handbært fé tvöfaldaðist og nam 61 milljón króna. Eigandi og framkvæmdastjóri er Charin Thaiprasert.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim