*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 14. nóvember 2008 11:39

"NÚNA" er tækifærið

- fundað í dag um markvissa uppbyggingu hátækni- og sprotafyrirtækja

Ritstjórn
Fjöldafundur verður haldinn í dag meðal fyrirtækja og fólks í hátækni- og sprotageiranum. Verður fundurinn, sem er undir yfirskriftinni „Núna“ er tækifærið, haldinn á Hilton Reykjavík Nordica kl. 16.00. Tilgangur fundarins er að efla sóknarhug og sjálfstraust.   

Telja fundarboðendur yfirskrift fundarins vel við hæfi, því núna sé einmitt tækifærið til að hefja markvissa uppbyggingu hátækni- og sprotafyrirtækja með virku samstarfi og samstöðu stjórnvalda, stjórnenda og starfsmanna um að treysta stoðir nýsköpunar og virkja mannauðinn.

Á fundinum kynna fyrirtækin starfsemina, koma með góðar fréttir um árangur af þróunar- og markaðsstarfi og kynna tilboð sem fela m.a. í sér að þau geti bætt við sig fólki að því gefnu að tiltekin starfskilyrði og stoðir til nýsköpunar séu fyrir hendi. Fulltrúar nokkurra fyrirtækja taka til máls, auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Össurar Skarphéðinssonar. Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður býr til tónlist á staðnum ásamt DJ Margeir og Björk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður heldur hvatningaræðu. Fundarstjórar eru Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr og Svafa Grönfeldt rektor við HR.

Stefnt er á fjölmennan fund þar sem fólkið í faginu og fyrirtækjunum, fulltrúar stjórnvalda og stoðkerfis mæta. Fyrirtækin gefa starfsmönnum sínum frí þannig að þeir geti mætt á fundinn fyrir kl. 16:00.

Að fundinum standa Samtök iðnaðarins, Samtök líftæknifyrirtækja, Samtök sprotafyrirtækja, Samtök upplýsingafyrirtækja og Háskólinn í Reykjavík.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim