Niko McDonald, einn af kenningasmiðum Bretlands á sviði netmála, segir að við lifum ekki á sérstökum byltingatímum í nýjungum. Mikið er talað um að tækninni fleygi áfram og miklar breytingar í þjóðfélaginu, en McDonald segir það ekki rétt: Breytingarnar núna gerast til þess að gera nokkuð hægt. Um aldamótin 1900 voru miklu stærri breytingar í þjóðfélaginu: Umfangsmiklar samfélagsbætur, heilbrigðisþjónustan tók stakkaskiptum og fjölmiðlar urðu öflugri. Tæknibyltingar eins og flugvélar, bílar og símar litu dagsins ljós, bendir McDonald á. McDonald hélt fyrirlestur um nýsköpun á ÍMARK-ráðstefnu, félag íslensks markaðsfólks, sama dag og Lúðurinn; íslensku auglýsingaverðlaun, voru afhent.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .