*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 12. nóvember 2015 13:27

Ný bók um fjármál ungs fólks kemur út í dag

Gunnar Baldvinsson hefur skrifað bók um fjármál ungs fólks og verður hún kynnt á fundi í Hörpunni dag.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Í dag, 12. nóvember, kemur út bókin Lífið er framundan eftir Gunnar Baldvinsson sem fjallar um fjármál ungs fólks sem er að hefja framhaldsnám, starf á vinnumarkaði, byrja að búa og stefna að fjárhagslegu sjálfstæði.

Bókin verður kynnt á útgáfufundi sem VÍB og Framtíðarsýn, sem gefur bókina út, efna til í Norðurljósasal Hörpu kl. 17 á fimmtudag. Gunnar Baldvinsson kynnir bókina sem verður í kjölfarið rædd í pallborðsumræðum. Þátttakendur í umræðum verða, auk Gunnars, Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent í fjármálum, Sæunn Gísladóttir, fréttamaður hjá 365 miðlum, og Birna Olgeirsdóttir, í fagfjárfestaþjónustu VÍB, sem stýrir umræðum. Fundurinn er öllum opinn og áhugasamir geta skráð sig hér.

Í bókinni Lífið er framundan eru m.a. ábendingar um hvað þarf að hafa í huga þegar einstaklingar ráða sig í framtíðarstarf, hverju þarf að huga að áður en ungt fólk byrjar að búa og hvernig eigi að byggja upp eignir og sparnað.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Gylfi Magnússon rita bæði umsögn á bókarkápu. Birna segir m.a: „Í bókinni hjálpar Gunnar lesendum að feta einstigi fjármálanna og takast á við áskoranir sem eru oft erfiðar eins og íbúðakaup og langtímasparnað.“ Gylfi segir m.a: „Fjármál heimilisins skipta alla máli en fæstir gefa sér tíma til að horfa á þau til langs tíma. Þessi bók er gott tæki fyrir þá sem vilja gera það.“

Gunnar Baldvinsson er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Gunnar hefur í gegnum tíðina skrifað fjölda greina um fjármál og er m.a. höfundur bókarinnar Verðmætasta eignin sem kom út árið 2004 og fjallar um lífeyrismál og eftirlaunasparnað.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim