*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 7. apríl 2014 08:24

Ný ESB-skýrsla kynnt

Skýrsla Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við ESB er kynnt í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Skýrsla Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið fer fram nú í dag. Skýrslan var unnin fyrirAlþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. 

Á fundinum flytja Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðastofnunar og Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild HR, erindi ásamt þeim Daða Má Kristóferssyni, forseta félagsvísindadeildar HÍ, og Ásgeiri Jónssyni. 

Skýrsluhöfundar munu svo sitja fyrir svörum og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, flytur lokaávarp með samantekt fundarins.