Fyrr í dag kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar nýja ferðamálastefnu. Stefnunni er ætlað að takast á við mikinn fjölda í komu ferðamanna til landsins og stuðla að farsælli þróun ferðaþjónustu á Íslandi.

Í tilkynninu frá ráðuneytinu segir að áætlað sé að tekjur vegna ferðaþjónustu muni aukast úr 350 milljörðum árið 2015 í yfir 620 milljarða árið 2020 og líklega í yfir 1.000 milljarða árið 2030.

Meginhersla nýrrar stefnu er að styrkja við undirstöður fyrir framtíðarmótun ferðaþjónustu en næstu fimm árin verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að:

  • Samhæfða stýringu ferðamála
  • Jákvæðri upplifun ferðamanna
  • Áræðanlegum gögnun
  • Nátturuvernd
  • Hæfni og gæðum
  • Aukinni arðsemi
  • Dreifingu ferðamanna

Til að framkvæma þessi verkefni verður stofnuð Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar verður Hörður Þórhallsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Actavis í Asíu, Eyjaálfu og Afríku.