*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 2. júlí 2018 08:35

Ný lög um lögheimilisskráningu samþykkt

Lögunum er ætlað að stuðla að réttri skráningu lögheimilis en jafnframt að tryggja réttaröryggi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ný lög um skráningu lögheimilis hafa verið samþykkt á Alþingi, þau munu taka gildi þann 1. janúar næstkomandi.

Markmið laganna er að stuðla að réttri skráningu lögheimils á hverjum tíma en jafnframt að tryggja réttaröryggi í meðferð ágreingsmála sem fara fyrir dómsstóla. 

Lögin gera það að verkum að þinglýstir eigendur húsnæðis geta komið í veg fyrir lögheimilsskráningar undir þeirra þaki og að Þjóðskrá geti breytt skráningunni óski þeir eftir því. Þá verður aðeins hægt að skrá lögheimili sitt í þeim fasteignum sem skráðar eru sem íbúðarhúsnæði samkvæmt fasteignaskrá Þjóðskrár. 

Hjón munu geta skráð lögheimili sitt hvort á sínum stað en en engin breyting verður á lögum um lögheimili barna fráskilinna foreldra.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim