Í nýjum lögum sem taka gildi 1. apríl næstkomandi er það gert að skilyrði til að mega veita fasteignalán til neytenda í atvinnuskyni að aðili hafi verið skráður af Fjármálaeftirlitinu.

Hið sama á við um aðila sem vilja stunda miðlun slíkra lána, segir í frétt eftirlitsins um lögin.

Þó geta lánastofnanir, Íbúðalánasjóður, lífeyrissjóðir og vátryggingafélög veitt fasteignalán án undangenginnar skráningar auk þess geta lánastofnanir, og í vissum tilvikum lögmenn og endurskoðendur, stundað lánamiðlun án undangenginnar skráningar.