Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Í stjórninni sitja Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður, formaður, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri, varaformaður og Almar Guðmundsson hagfræðingur. Varamaður er Egill Tryggvason, viðskiptafræðingur. Þetta kemur fram í frétt á vef fjármálaráðuneytisins .

Kveðið er á um helstu verkefni og markmið stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins Bankasýsla ríkisins er ríkisstofnun með sjálfstæða stjórn sem heyrir undir fjármálaráðherra. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum.. Stjórnin er skipuð til tveggja ára en skipunartími eldri stjórnar rann út í þessum mánuði.