*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Innlent 5. mars 2016 12:34

Ný stjórn Nýherja

Sjö manns höfðu tilkynnt um framboð sitt til stjórnarinnar. Emelía Þórðardóttir og Ívar Kristjánsson voru kjörin ný í stjórn.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ný stjórn Nýherja var kjörin í gær en það var í fyrsta skipti sem kosið var til stjórnar fyrirtækisins. Sjö manns tilkynntu um framboð sitt til stjórnarinnar og voru fimm stjórnarmenn kosnir auk varamanns.

Í stjórn sátu Ágúst Sindri Karlsson, Marta Kristín Lárusdóttir, Hildur Dungal, Loftur Bjarni Gíslason, Benedikt Jóhannesson og Guðmundur Jóhann Jónsson varamaður. Marta Kristín Lárusdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. 

Benedikt Jóhannesson náði endurkjöri sem stjórnarformaður en auk þess voru kosin Hildur Dungal, varaformaður, Emelía Þórðardóttir, Ívar Kristjánsson og Loftur Bjarni Gíslason. Varamaður er Guðmundur Jóhann Jónsson.

Það þýðir að Katrín A Friðriksdóttir og Ágúst Sindri Karlsson náðu ekki kjöri en Ágúst sat áður í stjórn fyrirtækisins. Emelía Þórðardóttir, Ívar Kristjánsson og Katrín A Friðriksdóttir voru nýir frambjóðendur til stjórnarsetunnar.