Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 7. apríl. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær var Björgólfur Jóhannsson endurkjörinn formaður SA í rafrænum kosningum.

Nýir stjórnarmenn eru Árni Sigurjónsson Marel, Eiríkur Tómasson Þorbirni, Hermann Björnsson, Sjóvá, Hörður Arnarson Landsvirkjun og Steinþór Pálsson Landsbankanum.

Úr stjórninni ganga Bjarni Bjarnason Orkuveitu Reykjavíkur, Höskuldur H. Ólafsson Arion banka, Kolbeinn Árnason SFS, Sigrún Ragna Ólafsdóttir VÍS og Sigsteinn P. Grétarsson Marel.

Stjórnin í heild sinni samanstendur af eftirtöldum:

  • Ari Edwald, Mjólkursamsalan.
  • Árni Sigurjónsson, Marel.
  • Árni Stefánsson, Húsasmiðjan.
  • Eiríkur Tómasson, Þorbjörn.
  • Eyjólfur Árni Rafnsson, Mannvit.
  • Grímur Sæmundsen, Bláa Lónið.
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís.
  • Gylfi Gíslason, JÁVERK.
  • Hermann Björnsson, Sjóvá.
  • Jens Garðar Helgason, Eskja.
  • Jens Pétur Jóhannsson, Rafmagnsverkstæði RJR
  • Jón Ólafur Halldórsson, Olíuverzlun Íslands.
  • Margrét Sanders, Strategía.
  • Ólafur Rögnvaldsson, Hraðfrystihús Hellissands.
  • Rannveig Grétarsdóttir, Hvalaskoðun Reykjavík.
  • Rannveig Rist, Alcan á Íslandi
  • Steinþór Pálsson, Landsbankinn.
  • Þorsteinn Már Baldvinsson, Samherji.
  • Þórir Garðarsson, Iceland Excursions Allrahanda.