Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins var kjörin á aðalfundi SA sem fór fram í gær. Nýir stjórnarmenn eru Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já.is, Guðrún Jónsdóttir, Kjartan Örn Sigurðsson, Sigurður R. Ragnarsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.

„Úr stjórninni ganga Birna Einarsdóttir Í Eiríkur Tómasson, Ari Edwald, Gylfi Gíslason og Björgólfur Jóhannsson formaður stjórnar SA 2013-2017 sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs,“ segir í tilkynningu frá SA.

Eins og áður hefur verið greint frá var Eyjólfur Árni Rafnsson kjörinn nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Eyjólfur hlaut 93% greiddra atkvæða og var þátttakan góð, í rafrænni atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA í aðdraganda aðalfundarins.

Stjórn SA er kosin árlega af fulltrúaráði. Hún er skipuð 20 mönnum auk formanns sem er formaður stjórnar. Varaformaður SA skal kjörinn úr hópi stjórnarmanna á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund.

Framkvæmdastjórn SA er skipuð formanni og varaformanni ásamt 6 mönnum sem stjórnin kýs úr hópi stjórnarmanna. Stjórn SA mótar stefnu og megináherslur samtakanna, m.a. fyrir gerð almennra kjarasamninga. Stjórnin heldur fundi ársfjórðungslega eða oftar ef minnst tveir stjórnarmenn óska þess.

Stjórn Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2017 - 2018 má sjá hér:

  • Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður
  • Guðrún Hafsteinsdóttir
  • Árni Sigurjónsson
  • Grímur Sæmundsen
  • Guðrún Jónsdóttir
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir
  • Hermann Björnsson
  • Hörður Arnarson
  • Jens Garðar Helgason
  • Jens Pétur Jóhannsson
  • Jón Ólafur Halldórsson
  • Kjartan Örn Sigurðsson
  • Lilja Björk Einarsdóttir
  • Margrét Sanders
  • Ólafur Rögnvaldsson
  • Rannveig Grétarsdóttir
  • Rannveig Rist
  • Sigríður Margrét Oddsdóttir
  • Sigurður R. Ragnarsson
  • Þorsteinn Már Baldvinsson
  • Þórir Garðarsson