*

föstudagur, 22. júní 2018
Innlent 7. júní 2016 12:50

Ný stjórn ungra athafnakvenna kjörin

Margrét Berg Sverrisdóttir er nýr formaður Ungra athafnakvenna.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Kosið var í nýja stjórn Ungra athafnakvenna á aðalfundi félagsins 19. maí síðastliðinn. Stjórnina skipa nú þær Margrét Berg Sverrisdóttir, formaður, Guðbjörg Lára Másdóttir, gjaldkeri, Andrea Gunnarsdóttir, Dagný Engilbertsdóttir, Elísabet Erlendsdóttir og Helena Rós Sturludóttir.

Hlutverk Ungra athafnakvenna er að hvetja ungar konur til dáða, veita þeim innblástur og hjálpa þeim að þróa hæfileika sína. Í félaginu eru um 150 félagskonur sem hafa það sameiginlegt að vilja skara fram úr og vilja eyða þeim vandamálum sem ungar konur á vinnumarkaði standa frammi fyrir í dag.

Félagið Ungar athafnakonur var stofnað 2014 og hefur staðið fyrir fjölmörgum viðburðum. Má þar helst nefna viðburðina Ljónin í og úr veginum sem voru haldnir í samstarfi við Íslandsbanka sem opnir voru almenningi. Einnig hefur félagið staðið fyrir ýmsum fyrirtækjaheimsóknum og fræðslufundum sem einungis hafa verið opnir félagskonum.

Stikkorð: Félag Stjórn Ungar athafnakonur