Frá og með 1.ágúst tekur gildi reglugerð frá EASA sem hefur áhrif á viðhald og umsýslu skírteina flugvirkja í Evrópu. Nú þurfa allir flugvirkjar að halda skýra skrá yfir vinnu sína á samþykktum flugvélategundum samkvæmt reglugerð.

Þetta gerir það að verkum að flugvirki sem ekki getur sýnt fram á að hafa unnið við þær flugvélartegundir sem þeir hafa leyfi á missa leyfi sitt frá flugmálayfirvöldum til að skrifa viðkomandi flugvélar út úr viðhaldi.

Sprotafyrirtækið Skyhook hefur því þróað hugbúnaðarlausn á netinu sem mun auðvelda flugvirkjum og vinnuveitendum umsýslu og viðhald á skírteinum, þjálfun og reynslu þeirra.