Vefverslunin Amazon stígur nú sín fyrstu skref á tónlistarveitumarkaðnum. Tónlistarveitan Amazon Music Unlimited kemur til með að etja kappi við streymiveitur á borð við Spotify og Apple Music, sem bjóða notendum sínum að hlusta á tónlist gegn ákveðnu mánaðargjaldi. Þetta kemur fram í frétt CNN.

Gjaldið sem Amazon hyggst rukka mánaðarlega fyrir þjónustuna nemur 9,99 dollurum, en það er sama verð og Spotify og Apple Music rukka. Hins vegar bjóða þeir viðskiptavinum Amazon Prime, afslátt, en þeir þyrftu þá að borga 7,99 dollara.

Á Amazon Music Unlimited, verða tugmilljónir titla í boði fyrir viðskiptavini og þar er hægt að hlusta á lagalista sem að tónlistarveitan hannar, rétt eins og margir kannast við frá Spotify.