Það sem af er degi hefur gengi bréfa Nýherja hækkað um 3,69% í kauphöllinni, þegar þetta er skrifað. Þó er um lítil viðskipti að ræða eða sem nemur 59 milljónum króna.

Langmestu viðskiptin sem af er degi eru í Marel, eða fyrir 788 milljónir króna með 0,62% hækkun en næstmestu viðskiptin hafa verið í Högum en bréf félagsins hafa lækkað um 0,21% í 259 milljón króna viðskiptum.